Ár þar sem allt fór samkvæmt áætlun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2017 06:00 Thelma Björg Björnsdóttir og Helgi Sveinsson með viðurkenningar sínar. Fréttablaðið/Anton Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Aðrar íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Aðrar íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira