Leikmenn Cleveland Cavaliers settu niður 20 þriggja stiga skot í 123-114 sigri á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt.
LeBron James skoraði 25 stig, tók sjö fráköst og jafnaði persónulegt met með því að gefa 17 stoðsendingar. Kyle Korver setti niður sex þrista í níu tilraunum og endaði með 19 stig.
Kristaps Porzingis átti stórleik þegar New York Knicks bar sigurorð af Los Angeles, 113-109. Knicks hefur gengið vel í Madison Square Garden í vetur og unnið 13 af 18 leikjum sínum þar.
Porzingis skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og varði fimm skot. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 24 stig fyrir Lakers.
Philadelphia 76ers gerði góða ferð til Minnesota og vann sex stiga sigur, 112-118, á Úlfunum. Joel Embiid sneri aftur í lið Philadelphia og skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. JJ Redick skoraði 26 stig. Jimmy Butler var með 38 stig í liði Minnesota.
Úrslitin í nótt:
Cleveland 123-114 Atlanta
NY Knicks 113-109 LA Lakers
Minnesota 112-118 Philadelphia
Detroit 84-103 Denver
Brooklyn 103-98 Washington
Dallas 95-89 San Antonio
Sacramento 99-92 Phoenix
Cleveland með 20 þrista í sigri á Haukunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti