Fjórði stærsti dagur ársins á bráðamóttökunni í gær Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:00 Mikið hefur verið um hálkuslys síðustu daga. Vísir/Daníel Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“ Heilbrigðismál Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“
Heilbrigðismál Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira