Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 22:32 Nikki Haley á blaðamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30
Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22