Ýmir: Draumur síðan ég horfði á silfurstrákana í Peking Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2017 17:33 Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn, til hægri. Vísir/Eyþór Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48
Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21