Ýmir: Draumur síðan ég horfði á silfurstrákana í Peking Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2017 17:33 Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn, til hægri. Vísir/Eyþór Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót en hann var valinn í EM-hóp Geirs Sveinssonar í dag. Ýmir hefur spilað vel með Val á leiktíðinni og nýtt þau tækifæri sem hann fékk með landslðinu vel. Það var nóg til að sannfæra Geir um að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Sjá einnig: Erfiðara að velja 28 manna hópinn „Ég var 11 ára gamall þegar ég horfði á landsliðið vinna silfur í Peking. Það hefur verið draumur hjá mér að fara á stórmót með landsliðinu. Ég er búinn að æfa vel og er þvílíkt spenntur fyrir því sem er að koma - nú er bara að standa sig,“ sagði Ýmir Örn í samtali við Vísi í dag. Geir sagði í samtali við íþróttadeild fyrr í dag að hann hefði rætt við alla leikmennina í 28 manna hópi Íslands fyrirfram. Því hafi valið ekki komið Ými endilega á óvart. „En ég var ekki búinn að fá 100 prósent staðfestingu á þessu en miðað við hvernig okkar samtöl voru þá leit þetta vel út fyrir mig,“ sagði hann. Ýmir Örn á enn tvö ár eftir af samningi sínu við Val eftir tímabilið og er ekki að hugsa sér til hreyfings, þó svo að hann haldi öllum möguleikum opnum. „Ég er ekkert að flýta mér. Ég er í frábæru liði og með frábæran þjálfara. Svo er ég líka með barn á leiðinni og að mörgu að huga,“ segir hann. „Ég er virkilega sáttur og ánægður með mína stöðu í Val.“ Ýmir Örn spilaði framan af tímabili sem miðjumaður en eftir meiðsli bróður hans, Orra Freys, hefur hann spilað meira á línunni. Hann er þar að auki frábær varnarmaður. „Eins og staðan er núna er ég mjög sáttur við hvernig ég spila í vörn og ég hef verið að sækjast meira eftir því að spila á línunni. Það er ekki verra að hafa hitt vopnið en línan er að koma sterkari inn hjá mér núna. Ég hef rætt þetta mikið við Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og Geir.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48 Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Geir: Ágúst Elí hefur svarað kallinu vel Geir Sveinsson valdi FH-inginn Ágúst Elí Björgvinsson fram yfir tvo reynslumikla markverði til að fara með á EM í Króatíu. 15. desember 2017 16:48
Geir: Erfiðara að velja 28 manna hópinn Geir Sveinsson í viðtali við Vísi um leikmannahópinn sem hann valdi til að fara á EM í Króatíu í næsta mánuði. 15. desember 2017 17:21