Erfiðustu tímarnir þeir bestu fyrir mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2017 06:00 Katrín Tanja. vísir/stefán Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira