Bókabúðir auðga bæinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun