Gott að vinna í kringum aðra Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 14:00 Sigga Maija, Íris og Ragnar reka MINØR Coworking-vinnustofurnar úti á Granda. vísir/stefán Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira