Haukur Helgi Pálsson var með sex stig í 77-74 sigri Cholet gegn Gravelines-Dunkerque en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum og heldur Cholet áfram að klífa upp töfluna.
Eftir erfiðleika framan af tímabils er Cholet komið upp í 11. sæti með sigrinum og hafa fjórir af sex sigurleikjum tímabilsins komið í síðustu fimm leikjum.
Cholet byrjaði illa á heimavelli í kvöld og var tíu stigum undir í hálfleik en kláraði leikinn á 6-3 kafla sem skilaði þeim sigrinum.
Haukur var með sex stig úr átta skotum ásamt því að taka tvö fráköst en hann hitti úr báðum vítaskotum sínum í leiknum.
Martin Hermannsson átti ekki sinn besta leik í tíu stiga tapi Chalons-Reims gegn Levallois á sama tíma en hann hitti aðeins úr einu af sjö skotum sínum úr opnum leik.
Bætti hann upp fyrir það með að hitta úr öllum níu vítaskotum sínum en hann gat ekki komið í veg fyrir tap gestanna.
Haukur og félagar aftur á sigurbraut

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn