Kennsluaðferðir í framhaldsskólum Davíð Snær Jónsson skrifar 17. desember 2017 11:55 Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar