Seinfærir foreldrar – viðeigandi aðstoð samkvæmt Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks María Hreiðarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar