Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2017 12:16 Lögregla var með mikinn viðbúnað í Vínarborg fyrr í dag. Vísir/afp Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum. Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum.
Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16