Líflátshótunum rignir yfir ungfrú Írak Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 14:30 Sarah Idan og Adar Gandelsman. Vísir/AFP Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina. Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira