Vill leiðrétta aðstöðumun foreldra með lengra fæðingarorlofi Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 21:26 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00