Lífeindafræðingar orðið fyrir líkamstjóni vegna myglu Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Lífeindafræðingar á samstöðufundi 2012. Skort hefur á nýliðun í stéttinni. vísir/gva Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira