Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2017 08:56 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“ Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“
Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21