Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2017 17:08 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu. Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu.
Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56