T.J. Miller sakaður um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 20:18 T.J. Miller. Vísir/Getty Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu kosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent