Alejandro lýtur engum reglum í Sicario 2 Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 22:22 Benicio del Toro í Josh Brolin í Sicario 2. IMDB Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira