Alejandro lýtur engum reglum í Sicario 2 Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 22:22 Benicio del Toro í Josh Brolin í Sicario 2. IMDB Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira