„Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ 1. desember 2017 19:30 Snæbjörn opnar sig á Facebook. Vísir / Ernir „Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan: MeToo Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Sjá meira
„Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan:
MeToo Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Sjá meira