Kenna þolandanum um endalok House of Cards Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 15:54 Anthony Rapp steig fram í lok október og sakaði Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn. Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn.
Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira