Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2017 11:00 Þeir feðgar Bolli og Ófeigur segjast finna verulegan mun á verslun þegar lokanir ganga í gegn. Nú á að loka á kvöldin og nóttunni sem vekur töluverða furðu meðal verslunarmanna á Skólavörðustíg. Vísir/Eyþór Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28