Hvetur konur til þess að kynna sér kraftlyftingar Aron Ingi Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 12:18 „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar," segir sterkasta kona Íslands. mynd/kjóarnir „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane. Aðrar íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
„Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira