Skólastjóri viðurkennir mistök í eineltismáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2017 18:30 Foreldrar stúlku sem upplifað hefur einelti á Húsavík um nokkurra ára skeið segja að skólayfirvöld þar hafi algjörlega brugðist í málefnum stúlkunnar en nær engin gögn eru til um hvernig unnið var í málum hennar. Skólastjóri viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun nóvember hittum við foreldra sextán ára gamallar stúlku á Húsavík sem upplifði einelti í skólanum um nokkurra ára skeið. Grunnskólagöngu hennar lauk í vor en að sögn foreldranna hélt eineltið áfram í samfélaginu og var vanlíðan stúlkunnar það mikil að hún reyndi að taka eigið líf í lok október. Skólastjórinn sagði skólann vinna eftir ákveðinni aðgerðaráætlun kæmu eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar að þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin við hverja er talað og hvað er gert,“ sagði Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2, 5. nóvember síðastliðinn. Í kjölfar umfjöllunar óskuðu foreldrar stúlkunnar eftir öllum gögnum skólans um viðbrögð við máli dóttur þeirra og hafa þeir ásamt skólastjórnendum og fræðslufulltrúa átt í samskiptum um úrlausn málsins. Fréttastofa hefur þau gögn undir höndum og þar kemur meðal annars fram að faðir stúlkunnar upplifi það sem stúlkan er að ganga í gegnum sem einelti en skólinn lítur á þetta sem frekar flókin samskiptamál á milli nemenda. Fréttastofan hefur einnig undir höndum tölvupóstsamskipti foreldranna við skólayfirvöld en þeir þurftu ítrekað að ganga á eftir gögnunum, sem gefa litla mynd af því hvernig tekið var á máli stúlkunnar. Einungis er um að ræða 12 dagbókarfærslur og formlega tilkynningu um grun um einelti, sem foreldrarnir segja að hafi aldrei verið viðurkennt innan skólans. „Mín upplifun er að þá líður mér svona eins og þau hafa, okei hún er með ADHD, þetta eru greinilega samskiptaörðugleikar en mér finnst bara eða þetta lítur þannig út eins og það hafi bara verið ákveðið að þetta væru samskiptaörðugleikar en ekki einelti. En ég veit það í mínu hjarta að þetta mikið einelti í mörg ár sem að skólinn er ekki að viðurkenna,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar. Skráningu og geymsla á gögnum í eineltismáli stúlkunnar virðist hafa verið verulega ábótavant. Svo virðist sem skólinn hafi ekkert málum hennar í nokkur ár. Skólastjórinn viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. „Í fyrsta lagi að þá get ég ekki sagt hvað skólinn gerði en það er mikilvægur lærdómur sem að við lærum í þessu tiltekna máli að skráningum hjá okkur er ábótavant. Það þarf að skrá þannig að skjölin séu formleg og að þetta séu ekki minnisblöð sem nánast hver sem er getur skráð og breytt hverju sinni,“ segir Þórgunnur.Það lítur þannig út miðað við þau gögn sem fréttastofan hefur undir höndum að að skólinn hafi ekkert unnið í þessu máli? „Já og því miður að þá bara er sagan sem að gögnin segja en við eigum kannski mikið af óformlegum gögnum,“ segir Þórgunnur.Gerðuð þið mistök? „Já, klárlega gerðum við mistök með því að skrá ekki betur allar þær aðgerðir sem að var farið í.“ Um miðjan nóvember samþykkti fræðslunefnd Norðurþings að fenginn yrði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun Borgarhólsskóla í eineltismálum og er sú skýrsla í vinnslu.Í ljósi þeirra gagna sem að liggja fyrir sjáið þið ástæðu til þess að biðja þennan nemanda eða foreldra afsökunar? „Ég veit ekki alveg á hverju starfsfólk skólans ætti að biðjast afsökunar nema þá bara á því að göng, ytri ramminn er ekki í lagi þegar að við lítum til baka. Að það er ekki formlega skráð öll gögn. Það er hægt að biðjast afsökunar á því,“ segir Þórgunnur.Nú erum við ekki að tala um starfsfólkið heldur þig sem stjórnanda sem hefur ábyrgð á þessum málum. „Já, ég get beðist afsökunar á því að gögnin eru ekki formlega skráð,“ segir Þórgunnur. Tengdar fréttir „Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. 5. nóvember 2017 20:10 Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Foreldrar stúlku sem upplifað hefur einelti á Húsavík um nokkurra ára skeið segja að skólayfirvöld þar hafi algjörlega brugðist í málefnum stúlkunnar en nær engin gögn eru til um hvernig unnið var í málum hennar. Skólastjóri viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun nóvember hittum við foreldra sextán ára gamallar stúlku á Húsavík sem upplifði einelti í skólanum um nokkurra ára skeið. Grunnskólagöngu hennar lauk í vor en að sögn foreldranna hélt eineltið áfram í samfélaginu og var vanlíðan stúlkunnar það mikil að hún reyndi að taka eigið líf í lok október. Skólastjórinn sagði skólann vinna eftir ákveðinni aðgerðaráætlun kæmu eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar að þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin við hverja er talað og hvað er gert,“ sagði Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2, 5. nóvember síðastliðinn. Í kjölfar umfjöllunar óskuðu foreldrar stúlkunnar eftir öllum gögnum skólans um viðbrögð við máli dóttur þeirra og hafa þeir ásamt skólastjórnendum og fræðslufulltrúa átt í samskiptum um úrlausn málsins. Fréttastofa hefur þau gögn undir höndum og þar kemur meðal annars fram að faðir stúlkunnar upplifi það sem stúlkan er að ganga í gegnum sem einelti en skólinn lítur á þetta sem frekar flókin samskiptamál á milli nemenda. Fréttastofan hefur einnig undir höndum tölvupóstsamskipti foreldranna við skólayfirvöld en þeir þurftu ítrekað að ganga á eftir gögnunum, sem gefa litla mynd af því hvernig tekið var á máli stúlkunnar. Einungis er um að ræða 12 dagbókarfærslur og formlega tilkynningu um grun um einelti, sem foreldrarnir segja að hafi aldrei verið viðurkennt innan skólans. „Mín upplifun er að þá líður mér svona eins og þau hafa, okei hún er með ADHD, þetta eru greinilega samskiptaörðugleikar en mér finnst bara eða þetta lítur þannig út eins og það hafi bara verið ákveðið að þetta væru samskiptaörðugleikar en ekki einelti. En ég veit það í mínu hjarta að þetta mikið einelti í mörg ár sem að skólinn er ekki að viðurkenna,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar. Skráningu og geymsla á gögnum í eineltismáli stúlkunnar virðist hafa verið verulega ábótavant. Svo virðist sem skólinn hafi ekkert málum hennar í nokkur ár. Skólastjórinn viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. „Í fyrsta lagi að þá get ég ekki sagt hvað skólinn gerði en það er mikilvægur lærdómur sem að við lærum í þessu tiltekna máli að skráningum hjá okkur er ábótavant. Það þarf að skrá þannig að skjölin séu formleg og að þetta séu ekki minnisblöð sem nánast hver sem er getur skráð og breytt hverju sinni,“ segir Þórgunnur.Það lítur þannig út miðað við þau gögn sem fréttastofan hefur undir höndum að að skólinn hafi ekkert unnið í þessu máli? „Já og því miður að þá bara er sagan sem að gögnin segja en við eigum kannski mikið af óformlegum gögnum,“ segir Þórgunnur.Gerðuð þið mistök? „Já, klárlega gerðum við mistök með því að skrá ekki betur allar þær aðgerðir sem að var farið í.“ Um miðjan nóvember samþykkti fræðslunefnd Norðurþings að fenginn yrði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun Borgarhólsskóla í eineltismálum og er sú skýrsla í vinnslu.Í ljósi þeirra gagna sem að liggja fyrir sjáið þið ástæðu til þess að biðja þennan nemanda eða foreldra afsökunar? „Ég veit ekki alveg á hverju starfsfólk skólans ætti að biðjast afsökunar nema þá bara á því að göng, ytri ramminn er ekki í lagi þegar að við lítum til baka. Að það er ekki formlega skráð öll gögn. Það er hægt að biðjast afsökunar á því,“ segir Þórgunnur.Nú erum við ekki að tala um starfsfólkið heldur þig sem stjórnanda sem hefur ábyrgð á þessum málum. „Já, ég get beðist afsökunar á því að gögnin eru ekki formlega skráð,“ segir Þórgunnur.
Tengdar fréttir „Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. 5. nóvember 2017 20:10 Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
„Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. 5. nóvember 2017 20:10
Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45