Skólastjóri viðurkennir mistök í eineltismáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2017 18:30 Foreldrar stúlku sem upplifað hefur einelti á Húsavík um nokkurra ára skeið segja að skólayfirvöld þar hafi algjörlega brugðist í málefnum stúlkunnar en nær engin gögn eru til um hvernig unnið var í málum hennar. Skólastjóri viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun nóvember hittum við foreldra sextán ára gamallar stúlku á Húsavík sem upplifði einelti í skólanum um nokkurra ára skeið. Grunnskólagöngu hennar lauk í vor en að sögn foreldranna hélt eineltið áfram í samfélaginu og var vanlíðan stúlkunnar það mikil að hún reyndi að taka eigið líf í lok október. Skólastjórinn sagði skólann vinna eftir ákveðinni aðgerðaráætlun kæmu eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar að þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin við hverja er talað og hvað er gert,“ sagði Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2, 5. nóvember síðastliðinn. Í kjölfar umfjöllunar óskuðu foreldrar stúlkunnar eftir öllum gögnum skólans um viðbrögð við máli dóttur þeirra og hafa þeir ásamt skólastjórnendum og fræðslufulltrúa átt í samskiptum um úrlausn málsins. Fréttastofa hefur þau gögn undir höndum og þar kemur meðal annars fram að faðir stúlkunnar upplifi það sem stúlkan er að ganga í gegnum sem einelti en skólinn lítur á þetta sem frekar flókin samskiptamál á milli nemenda. Fréttastofan hefur einnig undir höndum tölvupóstsamskipti foreldranna við skólayfirvöld en þeir þurftu ítrekað að ganga á eftir gögnunum, sem gefa litla mynd af því hvernig tekið var á máli stúlkunnar. Einungis er um að ræða 12 dagbókarfærslur og formlega tilkynningu um grun um einelti, sem foreldrarnir segja að hafi aldrei verið viðurkennt innan skólans. „Mín upplifun er að þá líður mér svona eins og þau hafa, okei hún er með ADHD, þetta eru greinilega samskiptaörðugleikar en mér finnst bara eða þetta lítur þannig út eins og það hafi bara verið ákveðið að þetta væru samskiptaörðugleikar en ekki einelti. En ég veit það í mínu hjarta að þetta mikið einelti í mörg ár sem að skólinn er ekki að viðurkenna,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar. Skráningu og geymsla á gögnum í eineltismáli stúlkunnar virðist hafa verið verulega ábótavant. Svo virðist sem skólinn hafi ekkert málum hennar í nokkur ár. Skólastjórinn viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. „Í fyrsta lagi að þá get ég ekki sagt hvað skólinn gerði en það er mikilvægur lærdómur sem að við lærum í þessu tiltekna máli að skráningum hjá okkur er ábótavant. Það þarf að skrá þannig að skjölin séu formleg og að þetta séu ekki minnisblöð sem nánast hver sem er getur skráð og breytt hverju sinni,“ segir Þórgunnur.Það lítur þannig út miðað við þau gögn sem fréttastofan hefur undir höndum að að skólinn hafi ekkert unnið í þessu máli? „Já og því miður að þá bara er sagan sem að gögnin segja en við eigum kannski mikið af óformlegum gögnum,“ segir Þórgunnur.Gerðuð þið mistök? „Já, klárlega gerðum við mistök með því að skrá ekki betur allar þær aðgerðir sem að var farið í.“ Um miðjan nóvember samþykkti fræðslunefnd Norðurþings að fenginn yrði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun Borgarhólsskóla í eineltismálum og er sú skýrsla í vinnslu.Í ljósi þeirra gagna sem að liggja fyrir sjáið þið ástæðu til þess að biðja þennan nemanda eða foreldra afsökunar? „Ég veit ekki alveg á hverju starfsfólk skólans ætti að biðjast afsökunar nema þá bara á því að göng, ytri ramminn er ekki í lagi þegar að við lítum til baka. Að það er ekki formlega skráð öll gögn. Það er hægt að biðjast afsökunar á því,“ segir Þórgunnur.Nú erum við ekki að tala um starfsfólkið heldur þig sem stjórnanda sem hefur ábyrgð á þessum málum. „Já, ég get beðist afsökunar á því að gögnin eru ekki formlega skráð,“ segir Þórgunnur. Tengdar fréttir „Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. 5. nóvember 2017 20:10 Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Foreldrar stúlku sem upplifað hefur einelti á Húsavík um nokkurra ára skeið segja að skólayfirvöld þar hafi algjörlega brugðist í málefnum stúlkunnar en nær engin gögn eru til um hvernig unnið var í málum hennar. Skólastjóri viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun nóvember hittum við foreldra sextán ára gamallar stúlku á Húsavík sem upplifði einelti í skólanum um nokkurra ára skeið. Grunnskólagöngu hennar lauk í vor en að sögn foreldranna hélt eineltið áfram í samfélaginu og var vanlíðan stúlkunnar það mikil að hún reyndi að taka eigið líf í lok október. Skólastjórinn sagði skólann vinna eftir ákveðinni aðgerðaráætlun kæmu eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar að þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin við hverja er talað og hvað er gert,“ sagði Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2, 5. nóvember síðastliðinn. Í kjölfar umfjöllunar óskuðu foreldrar stúlkunnar eftir öllum gögnum skólans um viðbrögð við máli dóttur þeirra og hafa þeir ásamt skólastjórnendum og fræðslufulltrúa átt í samskiptum um úrlausn málsins. Fréttastofa hefur þau gögn undir höndum og þar kemur meðal annars fram að faðir stúlkunnar upplifi það sem stúlkan er að ganga í gegnum sem einelti en skólinn lítur á þetta sem frekar flókin samskiptamál á milli nemenda. Fréttastofan hefur einnig undir höndum tölvupóstsamskipti foreldranna við skólayfirvöld en þeir þurftu ítrekað að ganga á eftir gögnunum, sem gefa litla mynd af því hvernig tekið var á máli stúlkunnar. Einungis er um að ræða 12 dagbókarfærslur og formlega tilkynningu um grun um einelti, sem foreldrarnir segja að hafi aldrei verið viðurkennt innan skólans. „Mín upplifun er að þá líður mér svona eins og þau hafa, okei hún er með ADHD, þetta eru greinilega samskiptaörðugleikar en mér finnst bara eða þetta lítur þannig út eins og það hafi bara verið ákveðið að þetta væru samskiptaörðugleikar en ekki einelti. En ég veit það í mínu hjarta að þetta mikið einelti í mörg ár sem að skólinn er ekki að viðurkenna,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar. Skráningu og geymsla á gögnum í eineltismáli stúlkunnar virðist hafa verið verulega ábótavant. Svo virðist sem skólinn hafi ekkert málum hennar í nokkur ár. Skólastjórinn viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. „Í fyrsta lagi að þá get ég ekki sagt hvað skólinn gerði en það er mikilvægur lærdómur sem að við lærum í þessu tiltekna máli að skráningum hjá okkur er ábótavant. Það þarf að skrá þannig að skjölin séu formleg og að þetta séu ekki minnisblöð sem nánast hver sem er getur skráð og breytt hverju sinni,“ segir Þórgunnur.Það lítur þannig út miðað við þau gögn sem fréttastofan hefur undir höndum að að skólinn hafi ekkert unnið í þessu máli? „Já og því miður að þá bara er sagan sem að gögnin segja en við eigum kannski mikið af óformlegum gögnum,“ segir Þórgunnur.Gerðuð þið mistök? „Já, klárlega gerðum við mistök með því að skrá ekki betur allar þær aðgerðir sem að var farið í.“ Um miðjan nóvember samþykkti fræðslunefnd Norðurþings að fenginn yrði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun Borgarhólsskóla í eineltismálum og er sú skýrsla í vinnslu.Í ljósi þeirra gagna sem að liggja fyrir sjáið þið ástæðu til þess að biðja þennan nemanda eða foreldra afsökunar? „Ég veit ekki alveg á hverju starfsfólk skólans ætti að biðjast afsökunar nema þá bara á því að göng, ytri ramminn er ekki í lagi þegar að við lítum til baka. Að það er ekki formlega skráð öll gögn. Það er hægt að biðjast afsökunar á því,“ segir Þórgunnur.Nú erum við ekki að tala um starfsfólkið heldur þig sem stjórnanda sem hefur ábyrgð á þessum málum. „Já, ég get beðist afsökunar á því að gögnin eru ekki formlega skráð,“ segir Þórgunnur.
Tengdar fréttir „Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. 5. nóvember 2017 20:10 Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. 5. nóvember 2017 20:10
Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45