Rybak stefnir á nýtt Eurovision-ævintýri Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2017 08:53 Alexander Rybak hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Moskvu árið 2009. Vísir/AFP Norski fiðlusnillingurinn Alexander Rybak verður á meðal þátttakanda í Söngvakeppni norska ríkissjónvarpsins í vetur og gerir hann því tilraun til að verða fulltrúi Norðmanna í Eurovision sem fram fer í Portúgal í maí. Rybak hét því árið 2010 að hann myndi aldrei keppa aftur í Eurovision en hann hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Eurovision sem fram fór í Moskvu 2009. Rybak söng þá lagið Fairytale og sló fyrra stigamet í keppninni. Rybak hefur þó að undanförnu gefið í skyn að hann geti vel hugsað sér að eiga endurkomu sem keppandi á stóra sviðinu í Eurovisionlandi.Verdens Gang segir nú frá því að hinn 31 árs gamli Rybak verði á meðal keppenda í norsku undankeppninni. Eftir sigur Portúgalans Salvador Sobral í Úkraínu síðasta vor sagði Rybak að honum hafi áður verið boðið margar milljónir fyrir að keppa fyrir hönd Hvít-Rússa í keppninni, en Rybak fæddist í Hvíta-Rússlandi. Hann sagðist þó frekar vilja koma fram fyrir hönd Noregs án endurgjalds. Þá birti Rybak mynd af sér með goðsögninni Johnny Logan í ágúst síðastliðinn þar sem hann sagði fundinn fá hann til að vilja endurheimta Eurovision-titilinn. Makes me wanna go for Eurovision all over again! #TheKing #johnnylogan A post shared by Alexander Rybak (@rybakofficial) on Aug 9, 2017 at 9:24am PDT Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Norski fiðlusnillingurinn Alexander Rybak verður á meðal þátttakanda í Söngvakeppni norska ríkissjónvarpsins í vetur og gerir hann því tilraun til að verða fulltrúi Norðmanna í Eurovision sem fram fer í Portúgal í maí. Rybak hét því árið 2010 að hann myndi aldrei keppa aftur í Eurovision en hann hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Eurovision sem fram fór í Moskvu 2009. Rybak söng þá lagið Fairytale og sló fyrra stigamet í keppninni. Rybak hefur þó að undanförnu gefið í skyn að hann geti vel hugsað sér að eiga endurkomu sem keppandi á stóra sviðinu í Eurovisionlandi.Verdens Gang segir nú frá því að hinn 31 árs gamli Rybak verði á meðal keppenda í norsku undankeppninni. Eftir sigur Portúgalans Salvador Sobral í Úkraínu síðasta vor sagði Rybak að honum hafi áður verið boðið margar milljónir fyrir að keppa fyrir hönd Hvít-Rússa í keppninni, en Rybak fæddist í Hvíta-Rússlandi. Hann sagðist þó frekar vilja koma fram fyrir hönd Noregs án endurgjalds. Þá birti Rybak mynd af sér með goðsögninni Johnny Logan í ágúst síðastliðinn þar sem hann sagði fundinn fá hann til að vilja endurheimta Eurovision-titilinn. Makes me wanna go for Eurovision all over again! #TheKing #johnnylogan A post shared by Alexander Rybak (@rybakofficial) on Aug 9, 2017 at 9:24am PDT
Eurovision Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira