Íslenski boltinn

Kristinn Freyr fer ekki til FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristinn Freyr Sigurðsson í leik á móti FH sumarið 2016
Kristinn Freyr Sigurðsson í leik á móti FH sumarið 2016 Vísir/Hanna
Kristinn Freyr Sigurðsson mun ekki skrifa undir samning við FH. Þetta staðfestir 433.is í dag.

Viðræður höfðu verið uppi milli Fimleikafélagsins og Kristins, en hann er á leið heim úr atvinnumennsku. Upp úr viðræðunum slitnaði seint í gærkvöldi, en samningar eiga að hafa verið langt á veg komnir.

Miðjumaðurinn öflugi var valinn besti leikmaður Pepsi deildarinnar sumarið 2016 áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann spilaði fyrir Sundsvall í Svíþjóð.

Hann á að hafa tvö tilboð í höndunum frá íslenskum félögum til að velja úr. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Íslandsmeistara Vals, en hann hefur verið við æfingar með félaginu að undanförnu.


Tengdar fréttir

Kristinn Freyr á heimleið

Besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2016, Kristinn Freyr Sigurðsson, er á heimleið eftir stutta dvöl í atvinnumennsku. Þetta kom fram í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×