Alþjóðlegur dagur barna – Til hamingju með daginn Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun