Notkun sykursýkislyfja þrefaldast frá aldamótum Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Æ fleiri hér á landi þurfa á liðsinni heilbrigðiskerfisins að halda vegna sykursýki 2 sem að langflestum er skilgreindur sem lífstílssjúkdómur. vísir/vilhelm Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira