Ágætu alþingismenn – horfum til framtíðar Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun