Merkel vill frekar kosningar en minnihlutastjórn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 08:02 Angela Merkel er í snúinni stöðu. Vísir/Getty Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir að hún sé frekar til í nýjar kosningar heldur en að stjórna Þýskalandi í minnihlutastjórn. Stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur í landinu í fyrrakvöld eftir margra vikna tilraunir til að mynda starfhæfan meirihluta.Sjá einnig: Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í ÞýskalandiMerkel segist ekki sjá nein rök fyrir því að hún segi af sér kanslaraembættinu þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun til stjórnarmyndunar en Kristilegir Demókratar, flokkur Merkel, hafði verið í viðræðum við Græningja og Frjálslynda Demókrata, sem slitu viðræðunum í gærnótt. Í umræðunni hefur verið að Merkel gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Ekki er hins vegar mikil hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi og bera ummæli kanslarans með sér að þessi valkostur sé nú úr myndinni. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september og í Þýskalandi er talaði um einhverja mestu stjórnmálakreppu í seinni tíð. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í gær.Sjá einnig: Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum„Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 19:00 Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19. nóvember 2017 23:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir að hún sé frekar til í nýjar kosningar heldur en að stjórna Þýskalandi í minnihlutastjórn. Stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur í landinu í fyrrakvöld eftir margra vikna tilraunir til að mynda starfhæfan meirihluta.Sjá einnig: Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í ÞýskalandiMerkel segist ekki sjá nein rök fyrir því að hún segi af sér kanslaraembættinu þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun til stjórnarmyndunar en Kristilegir Demókratar, flokkur Merkel, hafði verið í viðræðum við Græningja og Frjálslynda Demókrata, sem slitu viðræðunum í gærnótt. Í umræðunni hefur verið að Merkel gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Ekki er hins vegar mikil hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi og bera ummæli kanslarans með sér að þessi valkostur sé nú úr myndinni. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september og í Þýskalandi er talaði um einhverja mestu stjórnmálakreppu í seinni tíð. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í gær.Sjá einnig: Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum„Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 19:00 Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19. nóvember 2017 23:49 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 19:00
Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22
Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. 19. nóvember 2017 23:49