Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:27 Hermaðurinn fluttur á sjúkrahús í Seoul. Vísir/EPA Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin. Norður-Kórea Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin.
Norður-Kórea Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira