„Næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 21:02 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 18 á morgun. Eins og sjá má er því spáð að mjög hvasst verði víða um land. Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi valda því að „næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.“ Svo segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar en appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé 17 til 22 metrum á sekúndu og verður skyggni lélegt, jafnvel minna en 100 metrar. Þá verði sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýrdal og geta hviður farið upp í 40 metra á sekúndu og frá Lómagnúpi og austur að Höfn allt upp í 45 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ganga í bylgjum en það verði í raun mjög hvasst nánast um allt land. Þannig muni til að mynda hvessa hraustlega á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Versta veðrið verður hins vegar á Norðurlandi. „Það verður einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgun, mikil úrkoma og mikið hvassviðri. Það mun draga eitthvað úr úrkomunni á norðvesturhorninu en á Tröllaskaga og þar austur úr dregur ekki úr henni fyrr en seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardag. Það er ekki fyrr en á laugardagsmorgun sem við förum að sjá breytingar í veðrinu,“ segir Óli. Þá verður hvasst og úrkoma á köflum á Vestfjörðum á morgun en annað kvöld ætti versta veðrið þar að vera gengið yfir. Vegna þessa óveðurs áætlar Vegagerðin að loka þurfi vegum víða um land en hér fyrir neðan má lesa nánar um áætlun um lokanir vega vegna veðurs:Suðausturland: Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn.Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.Færð og aðstæður á vegum:Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Frekar hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kleifarheiði. Ófært er um Klettsháls. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði en hálka eða snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum. Á Austurlandi er stórhríð og þungfært á Fjarðarheiði og mjög hvasst milli Neskaupstaðs og gangna.Víða er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur.Hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Óveður er í Öræfum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands: Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgun, en annars úrkomulaust að kalla. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðan 15-25 m/s, hvassast austanlands og mjög hviðótt SA-lands. Snjókoma eða éljagangur víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands og úrkomulaust að kalla. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag: Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum austast, en lægir síðan og rofar til. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Harðnandi frost. Á sunnudag: Skammvinn austanátt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi valda því að „næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.“ Svo segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar en appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé 17 til 22 metrum á sekúndu og verður skyggni lélegt, jafnvel minna en 100 metrar. Þá verði sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýrdal og geta hviður farið upp í 40 metra á sekúndu og frá Lómagnúpi og austur að Höfn allt upp í 45 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ganga í bylgjum en það verði í raun mjög hvasst nánast um allt land. Þannig muni til að mynda hvessa hraustlega á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Versta veðrið verður hins vegar á Norðurlandi. „Það verður einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgun, mikil úrkoma og mikið hvassviðri. Það mun draga eitthvað úr úrkomunni á norðvesturhorninu en á Tröllaskaga og þar austur úr dregur ekki úr henni fyrr en seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardag. Það er ekki fyrr en á laugardagsmorgun sem við förum að sjá breytingar í veðrinu,“ segir Óli. Þá verður hvasst og úrkoma á köflum á Vestfjörðum á morgun en annað kvöld ætti versta veðrið þar að vera gengið yfir. Vegna þessa óveðurs áætlar Vegagerðin að loka þurfi vegum víða um land en hér fyrir neðan má lesa nánar um áætlun um lokanir vega vegna veðurs:Suðausturland: Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn.Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.Færð og aðstæður á vegum:Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Frekar hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kleifarheiði. Ófært er um Klettsháls. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði en hálka eða snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum. Á Austurlandi er stórhríð og þungfært á Fjarðarheiði og mjög hvasst milli Neskaupstaðs og gangna.Víða er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur.Hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Óveður er í Öræfum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands: Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgun, en annars úrkomulaust að kalla. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðan 15-25 m/s, hvassast austanlands og mjög hviðótt SA-lands. Snjókoma eða éljagangur víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands og úrkomulaust að kalla. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag: Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum austast, en lægir síðan og rofar til. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Harðnandi frost. Á sunnudag: Skammvinn austanátt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira