Logi Ólafs: Minni félögin finna leikmenn og ala þá upp og svo koma þau stóru og taka þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 18:45 Logi Ólafsson þarf að finna sér annan framherja. vísir/stefán Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00
Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37
Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15
Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00