Íslenski boltinn

Castillion á leið til FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geoffrey Castillion skorar í leik gegn Breiðabliki á síðasta tímabili.
Geoffrey Castillion skorar í leik gegn Breiðabliki á síðasta tímabili. vísir/anton
Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH.

Castillion kom til Víkings R. fyrir síðasta tímabil og spilaði stórvel með Fossvogsliðinu í sumar.

Castillion skoraði 11 mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins þrír leikmenn í deildinni skoruðu meira en Hollendingurinn.

Castillion er uppalinn hjá Ajax og lék fjölda leikja fyrir yngri landslið Hollands á sínum tíma. Hann hefur einnig leikið í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Ungverjalandi.

Þessi stóri og stæðilegi framherji hefur nú ákveðið að ganga til liðs við FH sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.

Að því loknu ákváðu forráðamenn FH að láta Heimi Guðjónsson fara. Við starfi hans tók Ólafur Kristjánsson sem er strax byrjaður að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðinum.

Eftir að tímabilinu lauk hefur FH samið við Hjört Loga Valgarðsson og Guðmund Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×