Fær martraðir um að vera kominn aftur til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 15:08 Oh á hlaupum í átt að landamærum Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017 Norður-Kórea Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017
Norður-Kórea Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira