Fleiri kvartanir vegna rafræns eftirlits með starfsmönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 26. nóvember 2017 20:30 Færst hefur í aukana að vinnuveitendur fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum smáforrit og fær Persónuvernd nú vikulega fyrirspurnir eða kvartanir vegna þessa. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að eigendur fyrirtækja gæti meðalhófs og passi að vöktunin sé málefnaleg. Mörg fyrirtæki á Íslandi nota rafrænt eftirlit til að fylgjast með starfsmönnum sínum á vinnustaðnum. Starfsmenn eru þá undir stöðugu eftirliti á meðan fyrirtækin safna upplýsingum um þá. Helga Þórisdottir, forstjóri Persónuverndar, segir að undanfarið hafi ábendingum og kvörtunum vegna slíks eftirlits fjölgað. „Það er verið að fylgjast með starfsmönnum í gegnum nýja tækni. Allt rýnið er að verða meira og úrvinnslan er komin á allt annað stig en við þekktum áður. Þetta er málaflokkurinn sem í rauninni er stöðugt að koma til okkar í hverri einustu viku, bæði fyrirspurnir og ábendingar,“ segir Helga.Rafræn vöktun heimil upp að vissu markiÞá segir Helga að rafræn vöktun sé að breytast með tækninni. „Nú hefur það til dæmis verið að færast í vöxt að í stað þess að vera með verkstjórn á staðnum þá fylgist eigandi með sínum eignum og eigum annað hvort heiman frá sér eða hreinlega í símanum. Starfsmenn fá þá reglulega fyrirspurnir um það eða ábendingar um það að þeir eigi ekki að afgreiða í úlpu eða að þeir eigi ekki að vera svona lengi í kaffi.“ Helga útskýrir að rafræn vöktun sé heimil upp að vissu marki en hún þurfi þó að vera málefnaleg. Nauðsynlegt sé að það fari fram mat á hagsmunum vinnuveitenda, annars vegar á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað, og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi einkalífs. „Ef það er hægt að viðhafa eftirlit án þess að það sé rafrænt þá sé það oftast vænlegri kostur,“ segir Helga og bætir við að til dæmis sé betra að fyrirtækin hafi verkstjórn á staðnum eða að eigendur séu sýnilegri. Helga útskýrir að það sé algjört grundvallaratriði að ekki fari fram rafræn vöktun nema að starfsmenn séu upplýstir um að upptaka sé í gangi á vinnutíma. „Það má ekki vinna persónuupplýsingar um aðra nema hafa til þess heimild. Til þess að hafa heimildina þá þarf fólk til að byrja með að vita af þessu. Mjög oft er það þannig að það er klikkað á því að fræða fólk um þetta vöktun sem á sér stað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Færst hefur í aukana að vinnuveitendur fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum smáforrit og fær Persónuvernd nú vikulega fyrirspurnir eða kvartanir vegna þessa. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að eigendur fyrirtækja gæti meðalhófs og passi að vöktunin sé málefnaleg. Mörg fyrirtæki á Íslandi nota rafrænt eftirlit til að fylgjast með starfsmönnum sínum á vinnustaðnum. Starfsmenn eru þá undir stöðugu eftirliti á meðan fyrirtækin safna upplýsingum um þá. Helga Þórisdottir, forstjóri Persónuverndar, segir að undanfarið hafi ábendingum og kvörtunum vegna slíks eftirlits fjölgað. „Það er verið að fylgjast með starfsmönnum í gegnum nýja tækni. Allt rýnið er að verða meira og úrvinnslan er komin á allt annað stig en við þekktum áður. Þetta er málaflokkurinn sem í rauninni er stöðugt að koma til okkar í hverri einustu viku, bæði fyrirspurnir og ábendingar,“ segir Helga.Rafræn vöktun heimil upp að vissu markiÞá segir Helga að rafræn vöktun sé að breytast með tækninni. „Nú hefur það til dæmis verið að færast í vöxt að í stað þess að vera með verkstjórn á staðnum þá fylgist eigandi með sínum eignum og eigum annað hvort heiman frá sér eða hreinlega í símanum. Starfsmenn fá þá reglulega fyrirspurnir um það eða ábendingar um það að þeir eigi ekki að afgreiða í úlpu eða að þeir eigi ekki að vera svona lengi í kaffi.“ Helga útskýrir að rafræn vöktun sé heimil upp að vissu marki en hún þurfi þó að vera málefnaleg. Nauðsynlegt sé að það fari fram mat á hagsmunum vinnuveitenda, annars vegar á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað, og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi einkalífs. „Ef það er hægt að viðhafa eftirlit án þess að það sé rafrænt þá sé það oftast vænlegri kostur,“ segir Helga og bætir við að til dæmis sé betra að fyrirtækin hafi verkstjórn á staðnum eða að eigendur séu sýnilegri. Helga útskýrir að það sé algjört grundvallaratriði að ekki fari fram rafræn vöktun nema að starfsmenn séu upplýstir um að upptaka sé í gangi á vinnutíma. „Það má ekki vinna persónuupplýsingar um aðra nema hafa til þess heimild. Til þess að hafa heimildina þá þarf fólk til að byrja með að vita af þessu. Mjög oft er það þannig að það er klikkað á því að fræða fólk um þetta vöktun sem á sér stað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira