Fleiri kvartanir vegna rafræns eftirlits með starfsmönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 26. nóvember 2017 20:30 Færst hefur í aukana að vinnuveitendur fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum smáforrit og fær Persónuvernd nú vikulega fyrirspurnir eða kvartanir vegna þessa. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að eigendur fyrirtækja gæti meðalhófs og passi að vöktunin sé málefnaleg. Mörg fyrirtæki á Íslandi nota rafrænt eftirlit til að fylgjast með starfsmönnum sínum á vinnustaðnum. Starfsmenn eru þá undir stöðugu eftirliti á meðan fyrirtækin safna upplýsingum um þá. Helga Þórisdottir, forstjóri Persónuverndar, segir að undanfarið hafi ábendingum og kvörtunum vegna slíks eftirlits fjölgað. „Það er verið að fylgjast með starfsmönnum í gegnum nýja tækni. Allt rýnið er að verða meira og úrvinnslan er komin á allt annað stig en við þekktum áður. Þetta er málaflokkurinn sem í rauninni er stöðugt að koma til okkar í hverri einustu viku, bæði fyrirspurnir og ábendingar,“ segir Helga.Rafræn vöktun heimil upp að vissu markiÞá segir Helga að rafræn vöktun sé að breytast með tækninni. „Nú hefur það til dæmis verið að færast í vöxt að í stað þess að vera með verkstjórn á staðnum þá fylgist eigandi með sínum eignum og eigum annað hvort heiman frá sér eða hreinlega í símanum. Starfsmenn fá þá reglulega fyrirspurnir um það eða ábendingar um það að þeir eigi ekki að afgreiða í úlpu eða að þeir eigi ekki að vera svona lengi í kaffi.“ Helga útskýrir að rafræn vöktun sé heimil upp að vissu marki en hún þurfi þó að vera málefnaleg. Nauðsynlegt sé að það fari fram mat á hagsmunum vinnuveitenda, annars vegar á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað, og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi einkalífs. „Ef það er hægt að viðhafa eftirlit án þess að það sé rafrænt þá sé það oftast vænlegri kostur,“ segir Helga og bætir við að til dæmis sé betra að fyrirtækin hafi verkstjórn á staðnum eða að eigendur séu sýnilegri. Helga útskýrir að það sé algjört grundvallaratriði að ekki fari fram rafræn vöktun nema að starfsmenn séu upplýstir um að upptaka sé í gangi á vinnutíma. „Það má ekki vinna persónuupplýsingar um aðra nema hafa til þess heimild. Til þess að hafa heimildina þá þarf fólk til að byrja með að vita af þessu. Mjög oft er það þannig að það er klikkað á því að fræða fólk um þetta vöktun sem á sér stað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Færst hefur í aukana að vinnuveitendur fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum smáforrit og fær Persónuvernd nú vikulega fyrirspurnir eða kvartanir vegna þessa. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að eigendur fyrirtækja gæti meðalhófs og passi að vöktunin sé málefnaleg. Mörg fyrirtæki á Íslandi nota rafrænt eftirlit til að fylgjast með starfsmönnum sínum á vinnustaðnum. Starfsmenn eru þá undir stöðugu eftirliti á meðan fyrirtækin safna upplýsingum um þá. Helga Þórisdottir, forstjóri Persónuverndar, segir að undanfarið hafi ábendingum og kvörtunum vegna slíks eftirlits fjölgað. „Það er verið að fylgjast með starfsmönnum í gegnum nýja tækni. Allt rýnið er að verða meira og úrvinnslan er komin á allt annað stig en við þekktum áður. Þetta er málaflokkurinn sem í rauninni er stöðugt að koma til okkar í hverri einustu viku, bæði fyrirspurnir og ábendingar,“ segir Helga.Rafræn vöktun heimil upp að vissu markiÞá segir Helga að rafræn vöktun sé að breytast með tækninni. „Nú hefur það til dæmis verið að færast í vöxt að í stað þess að vera með verkstjórn á staðnum þá fylgist eigandi með sínum eignum og eigum annað hvort heiman frá sér eða hreinlega í símanum. Starfsmenn fá þá reglulega fyrirspurnir um það eða ábendingar um það að þeir eigi ekki að afgreiða í úlpu eða að þeir eigi ekki að vera svona lengi í kaffi.“ Helga útskýrir að rafræn vöktun sé heimil upp að vissu marki en hún þurfi þó að vera málefnaleg. Nauðsynlegt sé að það fari fram mat á hagsmunum vinnuveitenda, annars vegar á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað, og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi einkalífs. „Ef það er hægt að viðhafa eftirlit án þess að það sé rafrænt þá sé það oftast vænlegri kostur,“ segir Helga og bætir við að til dæmis sé betra að fyrirtækin hafi verkstjórn á staðnum eða að eigendur séu sýnilegri. Helga útskýrir að það sé algjört grundvallaratriði að ekki fari fram rafræn vöktun nema að starfsmenn séu upplýstir um að upptaka sé í gangi á vinnutíma. „Það má ekki vinna persónuupplýsingar um aðra nema hafa til þess heimild. Til þess að hafa heimildina þá þarf fólk til að byrja með að vita af þessu. Mjög oft er það þannig að það er klikkað á því að fræða fólk um þetta vöktun sem á sér stað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira