Ferðamennirnir skelkaðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns. Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns.
Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15
Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00