Kajakræðararnir voru hér á landi á dögunum og tóku upp efni á glænýrri Go Pro vél. Um er að ræða efni sem notað er í kynningarstarf fyrir Go Pro Hero 6.
Nú hefur fyrirtækið birt tólf mínútna langt myndband frá ferðalagi bræðranna um landið og verður að segjast að það er hreint út sagt stórkostlegt.
Í því má sjá íslenska náttúru eins og hún gerist best.