Sigurður Ingi minnist foreldra sinna sem fórust í umferðarslysi Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 13:51 Sigurður Ingi var við nám úti í Kaupmannahöfn, fyrir þrjátíu árum, þegar honum barst símtal sem færði honum hin skelfilegu tíðindi. visir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“ Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira