„Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 14:49 Hafdís situr hér fyrir miðju. Sigurður Gunnarsson Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira