„Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 14:49 Hafdís situr hér fyrir miðju. Sigurður Gunnarsson Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira