Algjört úrræðaleysi fyrir börn í vanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 19:45 Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira