Síðasta aðvörun Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun