Síðasta aðvörun Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar