Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli en undanfarið hafa verið jarðhræringar í jöklinum. vísir/gunnþóra Almannavarnarnefnd Austur- Skaftafellssýslu leggur þunga áherslu á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet umhverfis Öræfajökul.Stefán Freyr Jónsson segir íbúa ekki sérstaklega hrædda.Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. Einnig er sýnileg löggæsla mikilvæg fyrir íbúa á óvissustigi og eykur öryggistilfinningu. Mikilvægt er að hafa löggæslu á svæðinu þar sem um 100 km eru í næstu lögreglustöð og því ljóst að viðbragð frá þeim stöðum tekur of langan tíma. Auk þess var möguleikinn á að útbúa viðbragðsbox fyrir hvern bæ ræddur. Í slíku boxi væri nauðsynlegur búnaður fyrir heimilisfólk til dæmis, gleraugu, grímur, límband, leiðbeiningar og fleira æskilegt sem yrði handhægt ef til rýmingar kæmi. Nauðsynlegt er að tryggja að allt sé gert til að kortleggja og fylgjast með þeim hræringum sem eru í gangi í jöklinum þar sem Öræfasveit er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Hafa auknar jarðhræringar í Öræfajökli nú þegar haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu en dæmi eru til um að heilu hóparnir hafi afbókað ferðir sínarí nálægð við jökulinn vegna hræðslu um eldsumbrot. Þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu eru Öræfingar ekki hræddir við gosið. „Það gerist bara ef það gerist,“ segir Stefán Freyr Jónsson íbúi í Öræfum. Heimamenn halda áfram sínu daglega lífi og bíða átekta. Þurfa þau að skipuleggja sig hvernig þau fara að ef til kæmi að það þyrfti að rýma svæði, bæði fyrir heimafólk sem og ferðamenn sem gista á hótelum og gistiheimilum á svæðinu. Spurður hvað honum fannst um aðgerðaráætlarnir lögreglu segir hann að það sé gott að áætlunin sé í vinnslu, það veiti öryggistilfinningu að vita hvað skal gera ef jökullinn fari að gjósa. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Almannavarnarnefnd Austur- Skaftafellssýslu leggur þunga áherslu á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet umhverfis Öræfajökul.Stefán Freyr Jónsson segir íbúa ekki sérstaklega hrædda.Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. Einnig er sýnileg löggæsla mikilvæg fyrir íbúa á óvissustigi og eykur öryggistilfinningu. Mikilvægt er að hafa löggæslu á svæðinu þar sem um 100 km eru í næstu lögreglustöð og því ljóst að viðbragð frá þeim stöðum tekur of langan tíma. Auk þess var möguleikinn á að útbúa viðbragðsbox fyrir hvern bæ ræddur. Í slíku boxi væri nauðsynlegur búnaður fyrir heimilisfólk til dæmis, gleraugu, grímur, límband, leiðbeiningar og fleira æskilegt sem yrði handhægt ef til rýmingar kæmi. Nauðsynlegt er að tryggja að allt sé gert til að kortleggja og fylgjast með þeim hræringum sem eru í gangi í jöklinum þar sem Öræfasveit er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Hafa auknar jarðhræringar í Öræfajökli nú þegar haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu en dæmi eru til um að heilu hóparnir hafi afbókað ferðir sínarí nálægð við jökulinn vegna hræðslu um eldsumbrot. Þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu eru Öræfingar ekki hræddir við gosið. „Það gerist bara ef það gerist,“ segir Stefán Freyr Jónsson íbúi í Öræfum. Heimamenn halda áfram sínu daglega lífi og bíða átekta. Þurfa þau að skipuleggja sig hvernig þau fara að ef til kæmi að það þyrfti að rýma svæði, bæði fyrir heimafólk sem og ferðamenn sem gista á hótelum og gistiheimilum á svæðinu. Spurður hvað honum fannst um aðgerðaráætlarnir lögreglu segir hann að það sé gott að áætlunin sé í vinnslu, það veiti öryggistilfinningu að vita hvað skal gera ef jökullinn fari að gjósa.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira