Breyta brauði í „geggjaðan“ bjór Guðný Hrönn skrifar 29. nóvember 2017 10:45 Rakel og Ólafur bíða spennt eftir að kynna nýja bjórinn til leiks. vísir/eyþór „Ég er ásamt Ægisgarði og samtökunum mínum Vakandi í samstarfi við Mylluna að brugga bjór úr afgangsbrauði með það að markmiði að minnka matarsóun,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í nýja bjórinn Toast. Rakel fékk hugmyndina að bjórnum frá vini sínum sem býr í Bretlandi, Tristram Stuart, en hann setti sams konar bjór á markað í Bretlandi ásamt Jamie Oliver. „Ég hitti Tristram um daginn og við fórum að ræða þetta. Þá langaði mig svakalega að gera þetta hérna heima, það má nefnilega ekki flytja þann bjór á milli landa,“ útskýrir Rakel. „Þetta varðar líka annað sem við Íslendingar þurfum að fara að pæla í, allan þennan innflutning. En það er önnur saga.“ Mikið magn brauðs fer í rusliðEftir samtalið við vin sinn hrinti Rakel hugmyndinni í framkvæmd og setti sig í samband við brugghúsið Ægisgarð. „Hugmyndin á bak við þennan bjór er í grunninn brauð. Brauð er meðal þess matar sem fer mest til spillis í heiminum, brauð, mjólkurvörur og salat.“ Brauðið sem notað er í umræddan bjór kemur frá Myllunni. „Við erum í samstarfi við Mylluna, sem mér finnst frábært. Ég hef nefnilega tekið eftir því í störfum mínum með Vakandi að það eru rosalega margir sem vilja loka augunum fyrir vandamálinu. En þannig leysum við engan vanda. En Myllan var til í að takast á við vandann, það sóast nefnilega hjá þeim heimilisbrauð. Og í staðinn fyrir að leyna því þá taka þau þátt í þessu með okkur. Og úr samstarfinu varð þessi frábæri bjór til. Við höfum verið að prufa hann svolítið áfram og hann er alveg geggjaður. Og svo er það Ólafur S.K. Þorvaldz sem bruggar.“ Spurð út í hvort hún sé mikil bjórkona svarar Rakel játandi. „Já, en kannski ekki mjög mikil,“ segir hún og hlær.„En jú, mér finnst bjór alveg mjög góður. Ég er enginn bjórsérfræðingur samt, langt í frá. En ég veit hvað mér finnst gott.“ Beðin um að lýsa Toast segir Rakel: „Þetta er english pale ale, 5,6 prósent. Hann er ljósbrúnn og það er ofboðslega auðvelt að drekka hann.“ Rakel bendir áhugasömum að lokum á að bjórinn verður kynntur til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Ægisgarði. „Ég hvet alla til að koma og sjá að þetta virkar. Og kannski þetta kveiki einhverjar hugmyndir hjá fólki um hvernig megi nýta hráefni sem annars fer til spillis. Og vonandi verður þetta bjór sem bætir heiminn,“ segir hún glöð í bragði. Matur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Tæknilega flókin sýning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
„Ég er ásamt Ægisgarði og samtökunum mínum Vakandi í samstarfi við Mylluna að brugga bjór úr afgangsbrauði með það að markmiði að minnka matarsóun,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í nýja bjórinn Toast. Rakel fékk hugmyndina að bjórnum frá vini sínum sem býr í Bretlandi, Tristram Stuart, en hann setti sams konar bjór á markað í Bretlandi ásamt Jamie Oliver. „Ég hitti Tristram um daginn og við fórum að ræða þetta. Þá langaði mig svakalega að gera þetta hérna heima, það má nefnilega ekki flytja þann bjór á milli landa,“ útskýrir Rakel. „Þetta varðar líka annað sem við Íslendingar þurfum að fara að pæla í, allan þennan innflutning. En það er önnur saga.“ Mikið magn brauðs fer í rusliðEftir samtalið við vin sinn hrinti Rakel hugmyndinni í framkvæmd og setti sig í samband við brugghúsið Ægisgarð. „Hugmyndin á bak við þennan bjór er í grunninn brauð. Brauð er meðal þess matar sem fer mest til spillis í heiminum, brauð, mjólkurvörur og salat.“ Brauðið sem notað er í umræddan bjór kemur frá Myllunni. „Við erum í samstarfi við Mylluna, sem mér finnst frábært. Ég hef nefnilega tekið eftir því í störfum mínum með Vakandi að það eru rosalega margir sem vilja loka augunum fyrir vandamálinu. En þannig leysum við engan vanda. En Myllan var til í að takast á við vandann, það sóast nefnilega hjá þeim heimilisbrauð. Og í staðinn fyrir að leyna því þá taka þau þátt í þessu með okkur. Og úr samstarfinu varð þessi frábæri bjór til. Við höfum verið að prufa hann svolítið áfram og hann er alveg geggjaður. Og svo er það Ólafur S.K. Þorvaldz sem bruggar.“ Spurð út í hvort hún sé mikil bjórkona svarar Rakel játandi. „Já, en kannski ekki mjög mikil,“ segir hún og hlær.„En jú, mér finnst bjór alveg mjög góður. Ég er enginn bjórsérfræðingur samt, langt í frá. En ég veit hvað mér finnst gott.“ Beðin um að lýsa Toast segir Rakel: „Þetta er english pale ale, 5,6 prósent. Hann er ljósbrúnn og það er ofboðslega auðvelt að drekka hann.“ Rakel bendir áhugasömum að lokum á að bjórinn verður kynntur til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Ægisgarði. „Ég hvet alla til að koma og sjá að þetta virkar. Og kannski þetta kveiki einhverjar hugmyndir hjá fólki um hvernig megi nýta hráefni sem annars fer til spillis. Og vonandi verður þetta bjór sem bætir heiminn,“ segir hún glöð í bragði.
Matur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Tæknilega flókin sýning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“