Yfirmaður CIA ósammála Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 17:45 Donald Trump og Vladimir Putin í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent